Þjónustuskilmálar vefsíðu EPC

Bakgrunnur

Þessir þjónustuskilmálar, ásamt hverskonar og öllum öðrum skjölum sem vísað er til hérna, setja fram skilmálana sem þú þarft að nota epcplc.com vefsíðuna undir sem og öll undirlén síðunnar eða hverskonar sjálfskráningar vefreikninga (t.d. fyrir ferðir í Noregi eða ULEZ í London) (vefsíðan). Lestu þessa þjónustuskilmála vandlega og passaðu að þú skiljir þá. Þú munt þurfa að lesa og skilja þessa þjónustuskilmála því með því að nota vefsíðuna er talið að þú hafir samþykkt þá. Ef þú samþykkir ekki að hlíta þessum Þjónustuskilmálum og vera bundin(n) af þeim, skaltu hætta strax notkun síðunnar.

Skilgreiningar og túlkun

Í þessum þjónustuskilmálum hafa eftirfarandi hugtök eftirfarandi merkingu:

EPC-reikningur
á við reikning sem notandi vefsíðunnar þarf að skrá til að halda utan um netgreiðslur umferðartengdra sekta, umhverfisverkefna eða almennt hverskonar netþjónustu sem tiltæk er á vefsíðunni;
EPC
Euro Parking Collection plc: skráningarnúmer fyrirtækis: 3515275, gagnaskráningarnúmer: Z5479282; Contractum Limited: skráningarnúmer fyrirtækis: 5755117, gagnaskráningarnúmer: Z143131X, VSK skráningarnúmer: 977 7392 50, EPC Finance Limited: skráningarnúmer fyrirtækis: 8881682; öll skráð í Englandi og Wales, PO BOX 897 HAYES UB3 9AU, United Kingdom; og EPC Hungary KFT: skráningarnúmer fyrirtækis: 01-09-908128, gagnaskráningarnúmer: NAIH-112615/2017 (saman EPC);'
Efni
á við um allan texta, myndir, hljóð, myndbönd, forskrift, kóða, hugbúnað, gagnasöfn og allar aðrar upplýsingar sem hægt er að vista á tölvu sem birtast á þessari Vefsíðu eða hlutum hennar;
Vettvangur
á við um aðstöðu á netinu, verkfæri, þjónustu, uppbyggingu og upplýsingar í heild sem EPC veitir í gegnum vefsíðu sína til að greiða fyrir utanumhald með umferðartengdum sektum;
Þjónusta
þýðir þjónustan sem er tiltæk þér í gegnum vefsíðuna;
Greiðsluupplýsingar
á við þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að framkvæma greiðslu á vefsíðunni. Þetta á við um, en er ekki takmarkað við, kredit-/debetkortanúmer, bankareikninga og flokkunarkóða, eða nokkra aðra viðeigandi greiðslumáta;
Þriðja aðila þjónustuaðili
á við þriðja aðila sem veitir þjónustu sem er boðin notendum í gegnum vefsíðuna;
Notandi
á við um þriðju aðila sem hafa aðgang að Vefsíðunni og starfa ekki fyrir Euro Parking Collection plc.

Eignarhald vefsíðunnar

Vefsíðan er í eigu og rekstri EPC

Hugverkaréttur okkar og leyfi

Alla annað efni sem er á vefsíðunni þar með talið allt efni sem snýr að notanda, texti, grafík, myndmerki, tákn, myndir, hljóðklippur, myndbandsklippur, gagnasamsetningar, uppsetningar síðna og allt undirliggjandi efni eins og kóði, hugbúnaður og gagnagrunnar og höfundarréttur og annar hugverkaréttur að því leyti, nema annað sé tekið fram, er eign EPC, hlutdeildarfélaga okkar, viðskiptafélaga, viðskiptavina og annarra viðkomandi þriðju aðila. Allt efni fellur undir viðkomandi breska og alþjóðlega hugverkaréttarlöggjöf og -samninga.

Þú mátt ekki endurskapa, afrita, dreifa, vista eða á neinn annan hátt endurnota efnið á þessari Vefsíðu nema tilgreint sé um slíkt á Vefsíðunni eða þú hafir fengið skriflegt leyfi frá EPC til þess.

Hlekkir á aðrar vefsíður

Vefsíðan gæti innihaldið hlekki á aðrar síður. Þessar síður lúta ekki stjórn EPC eða samstarfsaðila, nema slíkt sé sérstaklega tekið fram. EPC ber enga ábyrgð á efni slíkra vefsíðna og berum ekki skaðabótaábyrgð vegna nokkurs skaða eða miska sem verður vegna notkunar þeirra. Það að við birtum hlekki á aðrar síður þýðir ekki að við styðjum vefsíðurnar sjálfar eða þá sem starfrækja þær.

EPC-reikningur

EPC-reikningar er netþjónusta sem notendur skrá sig sjálfir fyrir og gerir þeim kleift að skrá inn ökutækjaupplýsingar, auk annarra viðkomandi upplýsinga, til þess að halda utan um greiðslu umferðartengdra gjalda, fá viðeigandi samskipti með tölvupósti, auk annarra upplýsinga til að greiða fyrir ferðum á gefnum stað. Til þess að geta nýtt þér þessa þjónustu þarftu að gefa EPC upp og skrá upplýsingar þínar á vefsíðunni til að búa til EPC-reikning.

EPC-reikningurinn mun innihalda vissar persónu-, greiðslu- og ökutækjaupplýsingar sem EPC biður þig að gefa upp.

Með því að samþykkja þjónustuskilmálana og halda áfram að nota vefsíðuna þarft þú að samþykkja og ábyrgjast að:

Með því að búa til EPC-reikning staðfestir þú enn frekar mótmæli þín og rétt.

Athugaðu að ef EPC gerir efnislegar breytingar á því hvernig EPC reikningar eru notaðir, gefur þú okkur leyfi að upplýsa þig um það eins fljótt og hægt er.

Við mælum með því að þú deilir ekki EPC-reikningsupplýsingum þínum, sérstaklega ekki notandanafni og lykilorði. EPC ber enga ábyrgð á tapi eða skaða sem orðið getur vegna þess að þú hefur deilt EPC-reikningsupplýsingum þínum. Ef þú notar sameiginlega tölvu, mælum við með því að þú vistir EPC-reikningsupplýsingarnar ekki á vafrann.

Ef þú hefur ástæðu til að halda að annar aðili hafi komist yfir EPC-reikningsupplýsingar þínar án þín samþykkis, skaltu hafa samband við EPC undir eins til að loka EPC-reikningnum og hætta við allar óheimilar pantanir eða greiðslur sem eru mögulega í biðstöðu.

Persónuvernd

Notkun Vefsíðunnar fellur líka undir gagnaverndartilkynningu vefsíðunnar og kökustefnu sem er innifalið í þessum Þjónustuskilmálum.

Lok eða afpöntun

Annað hvort þú eða EPC getur sagt upp EPC-reikningi þínum hvenær sem er.

Ef þú vilt segja upp EPC-reikningnum skaltu senda okkur tölvupóst með beiðni þinni.

Fyrirvarar

EPC ber enga ábyrgist ekki og gefur engin loforð um að Vefsíðan mæti kröfum þínum, að hún sé í ásættanlegum gæðum, að hún henti til persónulegra nota, að hún brjóti í bága við rétt þriðju aðila, að hún sé samhæfanleg öllum kerfum, að hún sé örugg eða að allar upplýsingar á henni séu réttar. EPC tryggir ekki neinar sérstakar niðurstöður af notkun Þjónustunnar eða Þjónustuþátta.

Þrátt fyrir að EPC kappkosti að tryggja að Vefsíðan sé örugg og laus við villur, vírusa og spilliforrit, ráðleggjum við öllum Notendum að tryggja eigið öryggi á sínum eigin tölvum og persónuupplýsingum.

Vírusar, meinhugbúnaður og öryggi

EPC notar allar eðlilegar kunnáttu og aðgát til að tryggja að vefsíðan sé örugg og laus við vírusa og annan meinhugbúnað þ.m.t., en ekki einskorðað við, skönnun fyrir vírusum og meinhugbúnaði. EPC ábyrgðist hinsvegar ekki að vefsíðan sé örugg eða laus við vírusa og annan meinhugbúnað og gengst ekki við nokkurri skaðabótaskyldu þegar að því kemur.

Þú mátt ekki viljandi setja vírusa eða annan meinhugbúnað, eða nokkuð annað efni sem er spilliefni eða tæknilega skaðlegt annað hvort fyrir eða um vefsíðu okkar.

Þú mátt ekki reyna að fá óheimilan aðgang að nokkrum hluta vefsíðunnar, miðlaranum sem vefsíðan er geymd á, eða nokkrum öðrum miðlara, tölvu eða gagnagrunni sem tengist vefsíðunni.

Breytingar á Þjónustu og þessum Þjónustuskilmálum

EPC áskilur sér rétt til þess að breyta Vefsíðunni, Efni hennar og þessum Þjónustuskilmálum hvenær sem er. Þú ert bundinn öllum breytingum á þessum Þjónustuskilmálum frá því þú heimsækir Vefsíðuna í fyrsta sinn eftir breytingar. Ef EPC þarf, lögum samkvæmt, að gera einhverjar breytingar á Þjónustuskilmálunum, eiga slíkar breytingar sjálfkrafa við allar pantanir í biðstöðu og líka allar pantanir sem þú munt leggja inn í framtíðinni.

Tiltækileiki á Vefsíðunni

Þjónustan er veitt 'eins og hún er' og 'þegar hún er tiltæk'. EPC getur ekki tryggt að Þjónustan sé laus við galla og/eða villur. Eins langt og lögin ná, veitir EPC enga tryggingu (beina eða óbeina) fyrir hæfi í tilteknum tilgangi, áreiðanleika upplýsinga, samhæfi eða ásættanlegum gæðum.

EPC ber enga ábyrgð á truflunum eða því að Vefsíðan sé ekki aðgengileg vegna utanaðkomandi aðstæðna á borð við, en ekki takmarkað við, bilun í ISP búnaði, bilun í vistunarbúnaði, galla í samskiptakerfum, rafmagnstruflanir, náttúrulegar orsakir, stríð eða lagalegar hömlur eða ritskoðun.

Takmarkanir á ábyrgð

Eins langt og lögin ná ber EPC enga ábyrgð á beinu eða óbeinu tapi eða skaða, fyrirsjáanlegum eða öðrum, á borð við beinan, afleiddan, sértækan eða fyrirmyndarskaða sem upp getur komið vegna notkunar á Vefsíðunni eða nokkrum upplýsingum sem þar er að finna. Notendur skulu hafa í huga að þeir nota Vefsíðuna og efnið á eigin ábyrgð.

Ekkert í þessum Þjónustuskilmálum undanskilur eða takmarkar ábyrgð EPC á dauða eða líkamlegum skaða sem upp getur komið vegna vanrækslu eða svika af hendi EPC.

Ekkert í þessum Þjónustuskilmálum undanskilur eða takmarkar ábyrgð EPC á nokkrum beinu eða óbeinu tapi eða skaða sem upp getur komið vegna rangra ákvæða í Þjónustunni eða vegna rangra upplýsinga á Vefsíðunni.

Þrátt fyrir að reynt hafi verið til hins ýtrasta að tryggja að þessir Þjónustuskilmálar fylgi viðeigandi ákvæðum í lögum, ef ske kynni að þessir skilmálar verði dæmdir ólögmætir, ógildir eða að öðru leyti óframfylgjanlegir, eru þeir skilmálar dæmdir ekki lengur hluti af þessum Þjónustuskilmálum og skulu ekki hafa áhrif á réttmæti og framfylgjanleika þess sem eftir stendur í Þjónustuskilmálunum. Þessir skilmálar eiga aðeins við innan þeirrar lögsögu þar sem tilteknir skilmálar eru ólögmætir.

Hvernig notar EPC persónuupplýsingar þínar (gagnavernd)

Öllum persónuupplýsingum sem EPC gæti safnað (þ.m.t., en ekki einskorðað við, nafn þitt, heimilisfang og símanúmer) verður safnað, notað og geymdar í samræmi við ákvæði Tilskipunar um gagnavernd frá 2018.

Fyrir upplýsingar um gagnavernd skaltu lesa gagnaverndartilkynningu EPC.

Aðrir mikilvægir skilmálar

EPC gæti framselt (úthlutað) skyldur okkar og réttindi í samræmi við þessa þjónustuskilmála til þriðja aðila. Ef það gerist mun EPC láta þig vita skriflega. Réttindi þín í samræmi við þessa þjónustuskilmála verða ekki fyrir áhrifum og skyldur okkar í samræmi við þessa þjónustuskilmála verða fluttar yfir til þriðja aðila sem verður áfram bundinn af þeim.

EPC gæti endurskoðað þessa skilmála endrum og eins sem svar við breytingum á viðkomandi lögum og öðrum reglugerðarkröfum.

Ef kemur í ljós að einhver ákvæði þessara þjónustuskilmála séu ólögleg, ógild eða að öðru leyti ekki aðfararhæf hjá nokkrum dómstól eða öðrum yfirvöldum, munu það/þau ákvæði teljast tekinn út úr því sem eftir liggur af þessum þjónustuskilmálum. Eftirstöðvar þessara þjónustuskilmála verða eftir sem áður gild og aðfararhæf.

Enginn misbrestur eða töf af EPC hálfu við að nýta sér réttindi þess undir þessum þjónustuskilmálum þýðir að EPC hafi afsalað sér þessum rétti og ekkert afsal EPC á broti á nokkrum ákvæðum þessara þjónustuskilmála þýðir að EPC muni afsala sér eftirfarandi broti á sama eða öðru ákvæði.

Lög og lögsaga

Þessir Þjónustuskilmálar og sambandið á milli þín og EPC skal falla undir og vera túlkuð í samræmi við ensk lög.