Kreditkortaborganir

Euro Parking Collection plc notar Stripe sem borgunarþjónustuaðila og banka- eða kortayfirlit mun sýna Euro Parking Collection plc.

Vinsamlegast athugið, að ekki er unnt að greiða inn á reikning EPC um Stripe.

Vinsamlega slepptu öllum sértáknum þ.m.t. [apostrophe], ­_ [underscore] sem koma fram i´nafni þínu.

Allar kreditkortaborganir sem gerðar eru á vefsíðu EPC þarfnast 3-D Secure öryggis. 3-D Secure, sem Visa veitir undir nafninu Staðfest af Visa (Verified by Visa) og af Mastercard undir nafninu Öryggiskóði (Secure Code), verndar ekki aðeins kortið gegn óheimilli notkun, heldur þýðir það líka að þú getur verið örugg/ur um að netsöluaðilinn sem þú notar fyrir færslur á netinu hafi öryggi þitt í forgangi og fylgt kreditkortaráðleggingum fyrir netfærslur. 3-D Secure er venjulega innleitt sem aðferð sem er grundvölluð á lykilorði, sem notar leynilegt lykilorð sem tengist kreditkortinu, og er aðeins þekkt af útgefanda kortsins og korthafa. Þetta auðveldar að verja korthafa gegn sviksamlegum færslum.

Greiðslur með bankamillifærslu

Notaðu upplýsingarnar sem gefnar eru í tilkynningunni til að borga. Í flestum löndum ætti að borga inn á innlendan bankareikning í stað þess að nota erlenda millifærslu. Passaðu að þú notir alltaf málsnúmerið sem tilvísunarnúmer fyrir greiðsluna, þar sem misbrestur við það getur leitt til þess að greiðslan fari ekki á réttan stað.

Ef þú vilt borga inn á sænska bankagíróreikninginn okkar og bankinn þarf OCR-númer skaltu setja inn málsnúmerið hér að neðan til að fá OCR-númer.