EPC Group gagnaverndartilkynning

Almenn ákvæði

Hvernig mun EPC Group nota persónuupplýsingar þínar?

Euro Parking Collection plc og dótturfélög þess, Contractum Limited, skrásett í Englandi og Wales með fyrirtækisnúmer GB3515275 og GB5755117 á hvorum stað fyrir sig, og EPC Hungary Kft., skráð í Ungverjalandi með númerinu 01-09-908128, eru saman EPC Group (‘EPC’).

EPC sérhæfir sig í að bera kennsl á, tilkynna og safna ógreiddum umferða- og almenningssamgöngutengdum gjöldum, skuldum og sektum sem gefnar eru út á ökutæki sem eru skráð erlendis, eða bílaleigubíla sem eru leigðir af erlendum borgurum eða fyrirtækjum („FRV“) um alla Evrópu.

Við virðum rétt þinn á friðhelgi einkalífsins, og þessi gagnaverndartilkynning skýrir af hverju EPC safnar persónuupplýsingum þínum og hvernig við vinnum með þær. Ef þú vilt hafa samband við okkur varðandi hvernig gögn þín hafa verið meðhöndluð, skaltu skrifa til EPC í privacy@epcplc.com

EPC flytur ekki persónuupplýsingar þínar til þriðju aðila utan Evrópska efnahagssvæðisins, nema við fáum eindregið leyfi frá þér til að gera það. Verið getur að svæði utan EES séu ekki með sambærilega lagalega vernd og gildir innan EES en við tryggjum að samstarfsaðilar okkar sem eru staðsettir utan EES haldi áfram að taka öll eðlileg skref til að tryggja að gögnin þín séu meðhöndluð á öruggan hátt og í samræmi við þessa stefnu. Upplýsingarnar sem þú gefur okkur verða geymdar á öruggan hátt af okkur og/eða gagnavinnsluaðilum hvort sem upplýsingarnar eru á rafrænu eða líkamlegu sniði.

Aðeins verður unnið með upplýsingarnar þínar eins lengi og viðkomandi löggjöf og lagagrundvöllur fyrir gagnavinnslu krefst. Allar persónuupplýsingar sem geymdar eru á dulkóðuðu formi og þar sem hægt er eru þær undir dulnefni.

EPC krefst ekki að þú gefir okkur upp neinskonar gögn sem falla undir flokkinn sérstök gögn sem sýna kynþátta- eða landfræðilegan uppruna þinn, stjórnmálaskoðanir, trúar- eða heimspekilegar skoðanir, aðild að verkalýðsfélagi, hverskonar erfðafræðilegar eða lífkenna upplýsingar, gögn sem tengjast heilsu eða gögn sem tengjast kynlífi þínu eða kynhneigð. Athugaðu að ef þú gefur okkur upp slík gögn, hvenær sem er, sérstaklega þegar kemur að mótmælaferlinu, notum við hagnýta nálgun og miðum við að nota upplýsingarnar eins og þarf við vinnslu mótmælanna.

Sem viðfangsefni gagnanna hefur þú nokkur réttindi sem þú getur nýtt þér. Athugaðu að við þurfum að sannreyna deili á þér til þess að þú getir nýtt þér þessi réttindi. Til að gera þetta ferli öruggt þarft þú að láta okkur fá: EPC reiknings-/tilvísunar-/málanúmer og skráningarmerki ökutækis („VRM“).

EPC ætlar sér að uppfylla ströngustu staðla þegar kemur að vinnslu persónuupplýsinga. Þar af leiðandi tökum við öllum kvörtunum mjög alvarlega. Ef þú vilt leggja fram kvörtun um hvernig við höfum unnið með persónuupplýsingar þínar, getur þú haft samband við skrifstofu Persónuverndar sem eftirlitsaðila með löggjöf um gagnavernd erlendis: https://ico.org.uk/concerns/

EPC tekur ekki alsjálfvirkar ákvarðanir.

Ef þú sendir greiðslu til EPC verður hún meðhöndluð af samstarfsaðila okkar - Stripe, sem uppfyllir kortaborgunar gagnaöryggisstaðla (PCI DSS). EPC geymir engar kortaupplýsingar. Stripe vinnur með allar upplýsingar, sjá nánar hér.

Til að skilja hvernig við vinnum með persónuupplýsingar þínar, skaltu lesa viðkomandi hluta þessarar tilkynningar. Athugaðu að þú gætir tilheyrt fleiri en einum af eftirfarandi hópum:

Gestir á vefsíðu okkar

EPC vefreikningseigendur (tollar og sektir)

AutoPASS reikningseigendur

Móttakendur sektarmiða

Móttakendur reikninga

Fólk sem hringir í hjálparlínuna okkar

Fólk sem hefur samband við okkur með pósti

Fólk sem notar „hafa samband við EPC“ eyðublaðið á vefsíðunni

Fólk sem sendir okkur tölvupóst

Starfsumsækjendur



Gestir á vefsíðu okkar

ECP er gagnavörður upplýsinganna sem við söfnum á vefsíðu okkar.

Þegar þú heimsækir www.epcplc.com, www.contractum.eu eða www.epchungary.hu, söfnum við stöðluðum vefskrám og upplýsingum um heimsóknamynstur; fyrir frekari upplýsingar skaltu skoða Kökustefnu okkar. Þetta gerum við til að bæta vöfrunarupplifun þína.

Með því að halda áfram að vafra samþykkir þú ofangreinda stefnu.

Ekkert af persónulegum data, í þessu tilfelli IP-tala þín, fer áfram til nokkurs þriðja aðila. Við verndum vefsíðu okkar frá netárásum með því að loka á IP-tölur sem slíkar árásir eiga uppruna sinn frá og þess vegna safnar EPC IP-tölum sem síðan eru notaðar við villuleit og við að tryggja öryggi. Skrárnar eru geymdir í 12 mánuði.

Til baka í Almenn ákvæði



EPC vefreikningseigendur (tollar og sektir)

EPC er gagnavörður þeirra upplýsinga sem þú gefur okkur þegar þú skráir þig fyrir þjónustu okkar á netinu sem gerir þér kleift að sjá um borgun tolla og umferðatengdra sekta á auðveldan hátt. Persónuupplýsingarnar saman standa af: nafni þínu, heimilisfangi, netfangi og skráningarnúmeri ökutækis.

EPC vinnur með persónuupplýsingar þínar á grundvelli samnings sem þú gekkst inn í þegar þú skráðir þig fyrir vefreikningi skilmálar hvers voru settir fram í Þjónustuskilmálum vefsíðu EPC, og mun vinna með gögn þín á meðan á samningi stendur og ef við á í 7 ár eftir dagsetningu síðustu greiðslu þinnar á sektum.

Ef þú skráir ökutæki þitt færðu auðveldan aðgang að tilkynningum, sendingum í gegnum tölvupóst, greiðslum, myndum og samskiptum.

Ef sektirnar eru ekki greiddar verður máli þínu komið áfram til innheimtufyrirtækis eða þú gætir verið dregin(n) fyrir dóm, sem gæti hækkað útistandandi upphæð.

Til baka í Almenn ákvæði



AutoPASS reikningseigendur

Með því að skrá núverandi AutoPass reikning þinn, gefur þú okkur upplýsingar um umhverfisaðgreiningu ökutækis þíns til þess að við getum gefið út réttan reikning. EPC vinnur með þessi gögn í samræmi við skriflegar leiðbeiningar frá Statens Vegvesen (SVV), sem er ábyrgðaraðili gagna og hægt er að hafa samband við þau í firmapost@vegvesen.no. EPC mun vinna með gögn þín jafn lengi og SVV segir til um.

Til baka í Almenn ákvæði



Móttakendur sektarmiða

Þegar þú færð sektarboð („PCN“) frá EPC þýðir það að þú eigir útistandandi greiðslu sem komin er á gjalddaga til einhvers útgáfuaðilans.

EPC vinnur með gögnin sem sýnd eru á viðkomandi tilkynningum fyrir hönd útgáfuaðila sem heimilar útgáfu þeirra. Útgáfuaðili hefur falið EPC að rekja, gefa út og rukka inn FRV. Hægt er að skoða umboðið með því að smella hér og hér.

Gögn þín verða ekki notuð í neinum öðrum tilgangi en þeim sem tilgreindur er hér að ofan.

EPC fær VRM og upplýsingar um brot frá útgáfuaðila og ennfremur nafn þitt og heimilisfang frá ökutækjaskrá viðkomandi svæðis eða lands. Ef þú vilt fá upplýsingar um frá hverjum við fengum upplýsingar um þig skaltu senda okkur tölvupóst í privacy@epcplc.com.

Í einhverjum tilvikum, fær EPC persónuupplýsingar þínar, á formi VRM, nafn þitt og heimilisfang, beint frá útgáfuaðila, bílaleigu, eða fyrri eiganda ökutækisins. Hið síðasta gerist þegar ökutækjaskráning var ekki uppfærð við eigendaskipti.

Engu að síður, ef þú ert EPC vefreikningseigandi, hefðir þú gefið okkur upplýsingarnar sem sýndar eru á PCN sjálf(ur).

Gögn þín verða ekki notuð í neinum öðrum tilgangi en þeim sem tilgreindur er hér að ofan. EPC mun vinna með gögn þín eins lengi og útgáfuaðili segir fyrri um og, ef við á, í allt að 7 ár eftir dagsetninguna sem þú borgaðir hverskonar sektir á

Til baka í Almenn ákvæði



Móttakendur reikninga

Þegar þú færð reikning frá EPC þýðir það að þú þurfir að borga fyrir notkun á aðstöðu sem einn eða fleiri útgáfuaðilar sjá um.

EPC vinnur með gögnin sem sýnd eru á viðkomandi tilkynningum fyrir hönd útgáfuaðila sem heimilar útgáfu þeirra. Útgáfuaðili hefur falið EPC að rekja, gefa út og rukka inn FRV. Hægt er að skoða umboðið með því að smella hér og hér.

Ef sektirnar eru ekki greiddar verður máli þínu komið áfram til innheimtufyrirtækis eða þú gætir verið dregin(n) fyrir dóm, sem gæti hækkað útistandandi upphæð.

EPC fær VRM og upplýsingar um brot frá útgáfuaðila og ennfremur nafn þitt og heimilisfang frá ökutækjaskrá viðkomandi svæðis eða lands. Ef þú vilt fá upplýsingar um frá hverjum við fengum upplýsingar um þig skaltu senda okkur tölvupóst í privacy@epcplc.com.

Í einhverjum tilvikum, fær EPC persónuupplýsingar þínar, á formi VRM, nafn þitt og heimilisfang, beint frá útgáfuaðila, bílaleigu, eða fyrri eiganda ökutækisins. Hið síðasta gerist þegar ökutækjaskráning var ekki uppfærð við eigendaskipti.

Engu að síður, ef þú ert EPC vefreikningseigandi, hefðir þú gefið okkur upplýsingarnar sem sýndar eru á PCN sjálf(ur).

Gögn þín verða ekki notuð í neinum öðrum tilgangi en þeim sem tilgreindur er hér að ofan. EPC mun vinna með gögn þín eins lengi og útgáfuaðili segir fyrri um og, ef við á, í allt að 7 ár eftir dagsetninguna sem þú borgaðir hverskonar sektir á

Til baka í Almenn ákvæði



Fólk sem hringir í hjálparlínuna okkar

Hjálparsími EPC er ráðgefandi í eðli sínu og við tökum aðeins við skriflegum mótmælum. Upptaka af símtalinu gæti verið geymd á dulkóðuðu formi í sex mánuði í gæða-, þjálfunar- og eftirlitstilgangi. Ef þú vilt biðja um afrit í framtíðinni þarft þú að láta okkur vita dag- og tímasetningu símtalsins.

Til baka í Almenn ákvæði



Fólk sem hefur samband við okkur með pósti

Þegar þú hefur samband með pósti, gefur þú sjálfviljug(ur) upp persónuupplýsingar þínar og samþykkir að við vinnum með gögnin sem felast í þeim samskiptum.

Ef þú hefur samband við okkur til að bera fram mótmæli, þarft þú að samþykkja að persónuupplýsingar þínar gætu verið gefnar upp til viðkomandi útgáfuaðila sem gæti verið staðsettur utan Stóra-Bretlands og Evrópska efnahagssvæðisins. Ef þú sendir inn mótmæli þín með pósti eða faxi, skaltu láta fylgja með eftirfarandi yfirlýsingu skriflega: „Ég samþykki hér með að persónuupplýsingar mínar séu gefnar upp til viðkomandi útgáfuaðila.“ Samskipti án þessarar yfirlýsingar verða ekki tekin til greina.

EPC vinnur með gögnin sem sýnd eru á viðkomandi tilkynningum fyrir hönd útgáfuaðila sem heimilar útgáfu þeirra. Útgáfuaðili hefur falið EPC að rekja, gefa út og rukka inn FRV. Hægt er að skoða umboðið með því að smella hér og hér.

EPC mun vinna með gögn þín eins lengi og útgáfuaðili segir fyrri um og, ef við á, í allt að 7 ár eftir dagsetninguna sem þú borgaðir hverskonar sektir á

Ef sektirnar eru ekki greiddar verður máli þínu komið áfram til innheimtufyrirtækis eða þú gætir verið dregin(n) fyrir dóm, sem gæti hækkað útistandandi upphæð.

Til baka í Almenn ákvæði



Fólk sem notar „hafa samband við EPC“ eyðublaðið á vefsíðunni

Þegar þú leggur fram mótmæli gegn sekt með „Hafðu samband við EPC“ eyðublaði á vefsíðu EPC gefur þú okkur frekari upplýsingar auk þeirra sem við erum þegar með (sjá móttakendur sektarmiða og móttakendur reikninga).

EPC vinnur með gögnin sem sýnd eru á viðkomandi tilkynningum fyrir hönd útgáfuaðila sem heimilar útgáfu þeirra. Útgáfuaðili hefur falið EPC að rekja, gefa út og rukka inn FRV. Hægt er að skoða umboðið með því að smella hér og hér.

Til þess að mótmæli þín verði tekin til greina, þarft þú að samþykkja að persónuupplýsingar þínar gætu verið gefnar upp til viðkomandi útgáfuaðila sem gæti verið staðsettur utan Stóra-Bretlands og EES. Fylgdu leiðbeiningunum á vefsíðu okkar

EPC mun vinna með gögn þín eins lengi og útgáfuaðili segir fyrri um og, ef við á, í allt að 7 ár eftir dagsetninguna sem þú borgaðir hverskonar sektir á

Ef sektirnar eru ekki greiddar verður máli þínu komið áfram til innheimtufyrirtækis eða þú gætir verið dregin(n) fyrir dóm, sem gæti hækkað útistandandi upphæð.

Til baka í Almenn ákvæði



Fólk sem sendir okkur tölvupóst

Þegar þú hefur samband með tölvupósti, gefur þú sjálfviljug(ur) upp persónuupplýsingar þínar og samþykkir að við vinnum með gögnin sem felast í þeim samskiptum.

EPC vinnur með gögnin sem sýnd eru á viðkomandi tilkynningum fyrir hönd útgáfuaðila sem heimilar útgáfu þeirra. Útgáfuaðili hefur falið EPC að rekja, gefa út og rukka inn FRV. Hægt er að skoða umboðið með því að smella hér og hér.

Ennfremur skaltu hafa í huga að ef sektin verður áfram ógreidd verður mál þitt, þ.m.t. tölvupóstssamskipti, send áfram fyrir frekari aðför sem fylgir mögulega hækkaður kostnaður.

EPC mun vinna með gögn þín eins lengi og útgáfuaðili segir fyrri um og, ef við á, í allt að 7 ár eftir dagsetninguna sem þú borgaðir hverskonar sektir á

Til baka í Almenn ákvæði



Starfsumsækjendur

EPC er gagnavörður upplýsinganna sem þú gefur upp á meðan á ráðningaferlinu stendur og við vinnum með þær á grundvelli lögmætra hagsmuna. Hafir þú einhverjar upplýsingar um hvernig við meðhöndlum upplýsingar þínar skaltu hafa samband við okkur í privacy@epcplc.com.

Allar upplýsingar sem þú gefur upp á meðan á ráðningarferlinu stendur verða aðeins notaðar í þeim tilgangi að vinna með umsókn þína eða til að uppfylla laga- og reglugerðarkröfur og þær verða geymdar í 12 mánuði frá því að ráðið er í stöðuna.

Við munum ekki deila neinum upplýsingum sem þú gefur upp á meðan á ráðningarferlinu stendur með nokkrum þriðja aðila í markaðstilgangi eða geyma nokkuð af upplýsingum þínum utan Evrópska efnahagssvæðisins. Upplýsingarnar sem þú gefur okkur verða geymdar á öruggan hátt af okkur og/eða gagnavinnsluaðilum hvort sem upplýsingarnar eru á rafrænu eða líkamlegu sniði.

Til baka í Almenn ákvæði