Breskir vegatollar

merseyflow_logo

Halton Borough Council - Mersey Gateway Project - Merseyflow

Frá 12. janúar mun leið Mersey Gateway liggja frá M56 í suðri til A562 Speke Road í Widnes í norðri.

merseyflow_map
Fyrir nákvæmar staðsetningar viðkomandi vegaskilta skaltu smella hér

Hvað gerist ef ég borga ekki?

Ef þú borgar ekki fyrir miðnætti daginn eftir að þú ferð yfir brúnna færðu sektartilkynningu.

Sektartilkynning er réttarskjal með sekt upp á 40GBP eða jafngildi í öðrum gjaldmiðli, og verður gefið út á heimilisfang skráðs umsjónaraðila ökutækisins.

Ef sektin er greidd innan 14 daga frá útgáfu lækkar hún um helming niður í 20GBP (eða jafngildi þess í öðrum gjaldmiðli). Í næstu 14 daga eftir að afsláttartímabilinu líkur verður sektin upp á heildarupphæðina, 40GBP, eða jafngildi þess í öðrum gjaldmiðli. Ef sektin er greidd á næstu 14 dögum eftir 28-daga tímabilið, verður upphæðin 60GBP eða jafngildi í öðrum gjaldmiðli. Hver svo sem sektarupphæðin er þarftu líka að borga upphaflega óskráða vegatollinn. Ef sektin er ógreidd eftir þetta 42 daga tímabil, verður hún skráð sem borgaraleg sekt og ef hún er enn ógreidd eftir aðra 36 daga, munu innheimtuaðgerðir hefjast.

Ef þú hefur fengið tilkynningu sem tengist þessum tolli og vilt fá frekari upplýsingar skaltu hafa samband við okkur.

Annað

EPC sér um að innheimta útistandandi tollagjöld sem gefin eru út á ökutæki sem ekki eru skráð innanlands fyrir Severn River gatnamótin.