Rauðar leiðir

Transport for London ber ábyrgð á vegum sem tilheyra borgaryfirvöldum á London-svæðinu (Greater London Authority), sem í sameiningu nefnast Transport for London Road Network (TLRN). Af þessum vegum eru 580 km af mikilvægum vegum London og allir eru þeir flokkaðir sem rauðar leiðir.

Rauð leið er vegur sem bannað er að stöðva á og er það gefið til kynna með einni eða tveimur óbrotnum rauðum línum. Rauðar leiðir voru fyrst teknar í notkun í London sem viðbót við vegi með gulri línu, sem merkir „enga bið“ og „enga fermingu/affermingu“. Frá árinu 2016 hafa rauðar leiðir verið notaðar af öllum umferðaryfirvöldum og í London eru nú nokkrar leiðir utan vegakerfis TLRN á bæjarvegum. Hins vegar er meirihluti rauðra vega innan vegakerfis TfL („rauðar leiðir TfL“).

Mikilvægustu vegir í London

tfl_te_map

Þrátt fyrir að vegakerfi TLRN sé aðeins 5% af heildarvegakerfi London-svæðisins flytur það þriðjung af umferð London-borgar og ásamt hraðbrautum London-borgar fer um helmingur af þungaflutningum borgarinnar í gegnum það.

Rauðar leiðir TfL eru nauðsynlegar til að tryggja greiða umferð í London og TfL beitir aðgerðum til að tryggja að ökumenn fylgi umferðarreglum. Helsta forgangsverkefni okkar er að minnka tafir, ekki að gefa út sektir, og því reynum við að hjálpa fólki að skilja rauðu leiðirnar til að það komist hjá ónauðsynlegum sektir.

Skilti og vegamerkingar á rauðum leiðum segja fyrir um hvað má og hvað má ekki. Ef þú ferð ekki eftir skiltum og vegamerkingum gætum við gefið sektarboð út á þig.

Við fylgjumst með eftirfarandi á rauðum leiðum:

  • Einföldum rauðum línum
  • Tvöföldum rauðum línum
  • Bílastæðum og ferming/affermingu
  • Gulum vegamótum og bönnuðum beygjum
  • Strætisvagnaakreinum
tfl_te_1 tfl_te_2 tfl_te_3 tfl_te_4

Vegir staðaryfirvalda

tfl_te_stock

Meirihluta vega í London er haldið úti af umdæmisstjórnum. Vegum með gulum línum, stöðumælasjálfsölum, stöðumælum og bílastæðum íbúa er stjórnað af staðaryfirvöldum í London en ekki TfL. (Lítill hluti rauðra leiða kann einnig að vera undir stjórn umdæmisstjórna og er það þá tekið fram á sektarboðum sem þær gefa út.) Ef þú hefur einhverjar spurningar eða færð sektarboð í tengslum við þessa vegi skaltu hafa samband við viðkomandi umdæmisstjórn, sem getur veitt aðstoð.