Norskir vegatollar

Það eru um 200 tollstöðvar í Noregi Allar eru þær sjálfvirkar* og merktar með "AutoPASS" og merkinu hér til hægri.

Ökutæki sem aka í gegnum sjálfvirkt tollhlið í Noregi eru rukkuð eftirá. Reikningurinn er sendur í pósti (eða tölvupósti ef eigandinn hefur skráð sig fyrirfram á heimasíðu EPC). Ökutæki með merki** eiga rétt á afslætti á tollgjöldum og fá reikning frá útgefanda merkisins.

Sjálfvirku tollstöðvarnar eru búnar myndavél sem les númeraplötu ökutækisins og tollmerki. Til þess að geta gefið út reikninga á ökutæki skráð erlendis, þarf Norska vegamálastjórnin, Statens Vegvesen, að fá aðgang að hinum ýmsu ökutækjaskráningum í viðkomandi löndum. Ökutæki sem skráð eru erlendis fá reikning frá Euro Parking Collection plc (EPC). EPC er samþykktur þjónustuaðili með leyfi til að gefa út reikninga á eigendur ökutækja sem eru skráðir utan lögsögu útgáfuaðila. Það er á grundvelli þessa leyfis sem reikningur er gefinn út.

Löggjöf

Statens Vegvesen og tollafyrirtæki í Noregi geta gefið út reikninga á eigendur ökutækja fyrir ferðir um tollahlið í samræmi við Lög um opinbera vegi, málsgrein 27.

Þungir vöruflutningabílar yfir 3,5 tonn þurfa að hafa gildan AutoPASS reikning áður en þau aka inn í Noreg.

Ökutæki í M1-flokki eru nú rukkuð sem lítil ökutæki, ef þau eru með gildan AutoPASS reikning áður en þau fara inn í Noreg.

Frekari upplýsingar um norska vegatolla, staðsetningu þeirra og hvernig má setja upp merki, færðu á www.autopass.no/en/autopass

AutoPASS er norskt kerfi sem innheimtir vegatolla. Það er í eigu Statens Vegevesen (norsku vegamálastofnunarinnar).

Algengar spurningar og svör

Allir ökumenn, sama hverrar þjóðar þeir eru, þurfa að greiða norska vegatolla. Það eru tveir tollflokkar: létt ökutæki (3,5 tonn og minna) og þung ökutæki (meira en 3,5 tonn). Mótorhjól þurfa ekki að greiða tolla í Noregi***

Til þess að hægt sé að reka tollstöðvarnar á skilvirkan máta, hafa þeir sem reka tollhliðin úthýst innheimtu gjalda fyrir erlend ökutæki til EPC, sem sérhæfir sig í innheimtu gjalda þvert á landamæra.

Ef þú skráir þig, færð þú sem leigutaki reikninginn beint til þín. Ef þú skráir þig ekki, verður reikningurinn sendur á bílaleiguna. Fyrirækið getur þá bætt við umsýslugjöldum til að standa undir kostnaði við að vinna með reikninginn og innheimta gjöldin frá leigutakanum. Vinsamlegast skráðu þig til að byrja.

Ef þú skráir þig hjá EPC tekur það styttri tíma frá ferð þangað til þú færð reikning. Enn fremur hefur þú fulla stjórn á því hvert reikningurinn er sendur auk þess sem þú hefur aðgang að reikningnum, getur skoðað gjalddaga, skoðað myndir og skráð netfang og innt greiðslur af hendi. Þú getur hvenær sem er tilkynnt EPC um breytingar eða hætt við skráningu. Vinsamlegast skráðu þig til að byrja.

Nei, yfirleitt ekki. Í flestum tilvikum býður EPC viðskiptavinum að velja milli þess að greiða með bankamillifærslu í sinni eigin mynt eða inn á norskan bankareikning. Þessi valmöguleiki er í boði í Austurríki, Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Ungverjalandi, Írlandi, Ítalíu, Lettlandi, Litháen, Hollandi, Noregi, Póllandi, Portúgal, Rúmeníu, Slóvakíu, Spáni, Svíþjóð, Sviss og Bretlandi. Reikningurinn er gefinn út í þarlendum gjaldmiðli á gengi útgáfudags reikningsins. Einnig er hægt að greiða með VISA eða Mastercard.

Spurningum og áfrýjunum til EPC er svarað á www.epcplc.com/communication. Þetta gerir starfsfólki EPC kleift að taka á þínu máli. Fyrir Danmörku og Svíþjóð er hægt að hringja í þarlent númer sem er beint í fjöltyngda þjónustumiðstöð EPC. Verðið er það sama og fyrir venjuleg innlend símtöl í því landi. Þú getur líka beðið um að hringt sé tilbaka.

Það getur tekið tíma að vinna úr gögnum og finna viðeigandi upplýsingar. Tollferðir eru einnig settar á bið til þess að hægt sé að safna fleiri tollferðum á sama reikning. Þess vegna getur tekið lengri tíma að gefa út reikninginn en þú ert vanur/vön.

Þú hefur fengið rukkun um 300 NOK aukalega af einni af eftirfarandi ástæðum:

  • Ef þú hefur fengið tilkynningu með viðbótargjaldi vegna ferðar í gegnum Svinesundsforbindelsen fyrir 1. nóvember 2015, hefur þú fengið þetta vegna þess að þú stöðvaðir ekki og greiddir við tollhliðið. Fyrir 1. nóvember 2015 var greiðsla fyrir Svinesundsforbindelsen handvirk.
  • Þú hefur ekki greitt reikninginn á réttum tíma.

Myndirnar eru teknar í sjálfvirku tollstöðvunum. Ef ökutækið er ekki með gilt On-board tæki er ljósmynd af númeraplötunni tekin sjálfkrafa til þess að tengja ökutækið við skráðan eiganda. Myndirnar fylgja reikningnum til að sanna það að ökutækið hafi farið í gegnum tollhliðið. Þú getur skoðað allar myndirnar af ökutækinu á www.epcplc.com/view_pictures

Birtan á myndunum er stillt sjálfkrafa til að hægt sé að lesa númeraplötuna.

Í örfáum tilfellum getur verið að greiðslustöðin sem þú ókst fram hjá sé ekki skráð í kerfið okkar. Ef reikningurinn frá EPC er bara fyrir vegatollinum, þarf að greiða hann (með greiðslumöguleikunum sem gefnir eru upp á reikningnum). Ef þú hefur fengið sekt, skaltu senda afrit af reikningnum á visitors@vegfinans.no, og þeir sjá til þess að þú þurfir bara að greiða vegatollinn.

* Eina handvirka tollstöðin í Noregi þar sem þú getur ekki greitt með merki eða reikningi síðar, er Atlanterhavstunnelen. Þú verður að stöðva og greiða áður en þú ekur í gegnum tollhliðið.

** Skoðaðu www.autopass.no/en/autopass til að fá frekari upplýsingar um hvernig þú pantar merki. Skráðu undanþáguna fyrir þung M1 ökutæki eða ökutæki með engan útblástur þegar þú pantar merki. AutoPass er ókeypis, þú þarft bara að greiða NOK 200 innágreiðslu sem verður endurgreidd þegar þú segir samningnum upp og skilar merkinu.

*** Ef þú telur að ökutækið þitt sé undanskilið, skaltu skrá þig fyrir AutoPass merki hjá vegatollsfyrirtæki til að skrá undanþáguna, eða farðu inn á www.autopass.no/en/autopass til að fá frekari upplýsingar.